Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

leki no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 bleyta sem hefur lekið
 dæmi: ég þarf að þurrka upp lekann úr glugganum
 2
 
 það þegar eitthvað lekur, t.d. bátur eða þak
 dæmi: það kom leki að bátnum
 3
 
 það þegar stafrænar upplýsingar fara annað en þeim er ætlað, gagnaleki
 4
 
 dreitill, lögg
 dæmi: það er smá leki eftir í flöskunni
  
orðasambönd:
 setja undir lekann
 
 afstýra e-u
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík