Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

leka so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 halda ekki vatni eða vökva
 dæmi: þakið er farið að leka
 dæmi: kraninn lak án afláts
 það lekur <úr loftinu>
 2
 
 drjúpa niður, renna hægt
 dæmi: vatnið lak úr þvottavélinni
 dæmi: tárin láku niður kinnar hennar
 3
 
 fallstjórn: þágufall
 segja frá trúnaðarupplýsingum, láta (leynt) mál berast út
 dæmi: þeir láku fréttinni í blaðið
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík