Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

leikur no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 það að leika sér, það að leika að leikföngum eða eftir settum reglum
 fara í leik/leiki
 
 leika sér í ákveðnum leik/leikjum
 2
 
 það að fara í hlutverk á leiksviði eða í kvikmynd
 dæmi: leikkonan sýndi feikigóðan leik
 3
 
 keppni tveggja liða, einkum í boltaíþróttum, kappleikur
 fara á leikinn
 leikar
 4
 
 tilfærsla manns á taflborði eða öðru spili
 dæmi: hver skák er u.þ.b. 40 leikir
 eiga leik
 
 eiga að leika næst, t.d. í skák
  
orðasambönd:
 bregða á leik
 
 1
 
 vera með gamansemi
 2
 
 leika sér, hlaupa um og ærslast
 eiga leikinn
 
 1
 
 eiga að láta til sín taka næst
 2
 
 hafa yfirhöndina, vera betri
 gera sér leik að því að <hrekkja hana>
 
 gera sér til skemmtunar að stríða henni
 leikurinn æsist
 
 það færist spenna í málið
 sjá sér leik á borði
 
 grípa tækifærið
 skakka leikinn
 
 skipta sér af til að stilla til friðar
 skerast í leikinn
 
 blanda sér í deilur
 skerast úr leik
 
 vilja ekki (lengur) taka þátt í e-u
 vera úr leik
 
 vera ekki lengur þátttakandi í e-u
 <hefja nám> á nýjan leik
 
 byrja aftur að stunda nám
 <þetta> er leikur einn
 
 þetta er mjög auðvelt
 <ná prófinu> með leik
 
 ná prófinu auðveldlega
 <komast heim> við illan leik
 
 komast heim með miklum erfiðismunum
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík