Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

leika so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fara í leik, vera í leik
 dæmi: hún leikur oft við vini sína
 leika sér
 
 dæmi: börnin léku sér í garðinum
 dæmi: hann lék sér að kubbum
 dæmi: hann lék sér úti með strákunum
 leika við hvern sinn fingur
 
 vera kátur
 2
 
 fallstjórn: þolfall
 draga tóna úr hljóðfæri
 dæmi: hljómsveitin lék þekkt lag
 leika á <píanó>
 leika fyrir dansi
 leika undir
 
 leika á hljóðfæri við söng
 dæmi: hún söng og hann lék undir á fiðlu
 3
 
 fallstjórn: þolfall
 fara í íþróttaleik
 dæmi: liðið lék á móti Rússum
 dæmi: margir eldri borgarar leika golf
 leika af sér
 
 gera mistök
 dæmi: skákmaðurinn lék af sér í byrjun
 4
 
 fallstjórn: þolfall
 fara í hlutverk persónu í leikriti eða kvikmynd
 dæmi: hann leikur Hamlet í leikritinu
 dæmi: hún hefur leikið í mörgum kvikmyndum
 5
 
 fallstjórn: þolfall
 leika <hana> grátt / hart / illa
 
 fara illa með hana
 dæmi: sjúkdómurinn hefur leikið hana hart
 6
 
 leika + á
 
 leika á <hana>
 
 blekkja hana, plata hana
 dæmi: hann er of snjall til að ég geti leikið á hann
 vafi leikur á <þessu>
 
 þetta er vafasamt
 dæmi: það leikur enginn vafi á því að spínat er hollt
 7
 
 leika + eftir
 
 leika <þetta> eftir <honum>
 
 gera þetta eins og hann
 dæmi: ég get ekki leikið það eftir henni að ganga á höndum
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík