Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

leiða so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 halda í hönd (e-s); fylgja (e-m) eitthvert
 dæmi: hann leiddi son sinn yfir götuna
 dæmi: listfræðingurinn leiddi gestina um málverkasafnið
 dæmi: maðurinn var leiddur burt í handjárnum
 2
 
 flytja (e-ð) í leiðslu eða röri
 dæmi: vatn er leitt í öll hús
 3
 
 hafa rafleiðni, hitaleiðni o.þ.h.
 dæmi: þetta efni leiðir ekki rafmagn
 4
 
 leiða <þetta> í ljós
 
 sýna fram á, uppgötva þetta
 dæmi: læknisrannsóknin leiddi í ljós hjartagalla
 leiða <henni> <þetta> fyrir sjónir
 
 fallstjórn: þágufall + þolfall
 sýna henni fram á þetta, láta hana skilja það
 5
 
 leiða + af
 
 af <því> leiðir
 
 þess vegna, ergó
 dæmi: vegurinn er vondur, af því leiðir fækkun á ferðamönnum
 leiða <þetta> af sér
 
 hafa þessa afleiðingu
 <þetta> leiðir af sjálfu sér
 
 þetta er augljós afleiðing
 6
 
 leiða + hjá
 
 leiða <rifrildið> hjá sér
 
 láta það ekki snerta sig
 dæmi: hann reyndi að leiða hjá sér kalt viðmót hennar
 7
 
 leiða + til
 
 <þetta> leiðir til <ósættis>
 
 þetta hefur ósætti í för með sér, ósætti er afleiðing þessa
 dæmi: smásjáin leiddi til mikilla framfara í læknisfræði
 leiðast
 leiðandi
 leiddur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík