Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

leið no kvk
 
framburður
 beyging
 1
 
 braut, vegur eða slóð sem farin er
 eiga leið <þangað>
 fara sem leið liggur <út með firðinum>
 leggja lykkju á leið sína
 leiðir skilur
 vera á leið/leiðinni <þangað>
 <komast> alla leið
 <hitta hana> á leiðinni
 <bærinn> er úr leið
 2
 
 aðferð, háttur; úrræði, lausn
 það er engin leið að <breyta þessu>
  
orðasambönd:
 fara leiðar sinnar
 
 fara þangað sem maður ætlar sér
 fara sínar eigin leiðir
 
 vera sjálfstæður
 koma <miklu; litlu> til leiðar
 
 fá miklu áorkað
 láta <allar áhyggjur> lönd og leið
 
 hugsa ekki um þær
 leggja leið sína <til Íslands>
 
 fara þangað
 vera komin <fimm mánuði> á leið
 
 hafa gengið með barn í fimm mánuði
 það gefur auga leið
 
 það er sjálfsagt, augljóst mál
 <svara> á þá leið að <það sé alveg mögulegt>
 
 svara þannig að það sé mögulegt
 <snúa> heim á leið
 
 halda heimleiðis
 <kaupa í matinn> í leiðinni
 
 gera sér ekki sérstaka ferð til þess
 <þeir> mættust á miðri leið
 
 þeir mættust miðja vegu
 <ég tók mynd> um leið og <fuglinn kom í ljós>
 
 ég gerði það strax og hann birtist
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík