Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

lágur lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
 stuttur á hæðina
 dæmi: lág fjöll
 dæmi: dyrnar á skúrnum eru lágar
 vera lágur í loftinu
 vera lágur vexti
 2
 
 (tala, upphæð)
 ekki stór eða hár, lítill
 dæmi: 2 og 3 eru lágar tölur
 dæmi: hann segir að kaupið sé of lágt
 dæmi: skattar fyrirtækisins eru lægri en í fyrra
 3
 
 a
 
 (hljóð)
 sem heyrist ekki hátt
 dæmi: þau töluðu saman lágri röddu
 b
 
 (hiti; þrýstingur; spenna; tíðni)
 ekki mikill; lítill
 dæmi: maturinn geymist best við lágan hita
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík