Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

laus lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
 ekki fastur, sem auðvelt er að taka og færa
 dæmi: ein flísin á gólfinu er laus
 dæmi: pakki af lausum blöðum
 2
 
 ekki í bandi eða búri, frjáls
 dæmi: ég verð laus eftir klukkutíma
 ganga laus
 
 dæmi: hundurinn gengur laus í garðinum
 láta <fangann> lausan
 
 dæmi: maðurinn var látinn laus eftir yfirheyrslu
 vera á lausu
 
 vera ekki í föstu ástarsambandi
 vera laus við <verkinn>
 
 dæmi: nú eru þau laus við alla gestina
 3
 
 ekki upptekinn, auður
 dæmi: þau fundu laus sæti aftast í salnum
 dæmi: það er laust herbergi á hótelinu
 4
 
 sem lítill kraftur fylgir, léttur
 dæmi: hún barði laust högg á hurðina
 5
 
 (samningur)
 fallinn úr gildi
 dæmi: kjarasamningar kennara eru lausir
 6
 
 (óáreiðanlegur)
 ótraustur
 vera laus á kostunum
 
 vera fjöllyndur í ástamálum
 vera laus í rásinni
 
 vera ótraustur í ástamálum, vinnu o.s.fr.v.
 vera laus við
 
 eira illa við verk
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík