Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

launa so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: (þágufall +) þolfall
 1
 
 greiða (e-m) endurgjald fyrir unna vinnu
 dæmi: eigandinn launar starfsfólkinu illa
 dæmi: hann launaði mér verkið með rauðvínsflösku
 dæmi: hann mun launa henni fyrir málningarvinnuna
 2
 
 borga (e-m), t.d. greiða, til baka, endurgjalda
 dæmi: mig langar að launa honum þessa góðu gjöf
  
orðasambönd:
 launa <honum> lambið gráa
 
 hefna sín á honum
 dæmi: ég ætla að launa henni lambið gráa við fyrsta tækifæri
 launaður
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík