Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

kæra so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 leggja fram formlegt erindi til yfirvalds um að refsivert athæfi hafi átt sér stað
 dæmi: hún kærði manninn fyrir líkamsárás
 dæmi: þeir hafa kært málið til lögreglunnar
 2
 
 kæra sig ekki um <þetta>
 
 1
 
 hafa ekki áhuga á þessu, vera sama um þetta
 dæmi: ég kæri mig ekki lengur um gamla tekkskrifborðið
 dæmi: hún kærði sig lítið um heiður og metorð
 2
 
 vilja þetta ekki
 dæmi: hann kærir sig ekki lengur um hana
 dæmi: ég kæri mig ekki um að þú sért að róta í blöðunum mínum
 kæra sig kollóttan
 
 vera alveg sama
 dæmi: hún kærir sig kollótta hvað aðrir segja
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík