Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

kyrr lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
 sem hreyfist ekki
 dæmi: hann sat kyrr við skrifborðið
 dæmi: vertu kyrr meðan ég klippi á þér hárið
 2
 
 án vinds, lygn
 dæmi: á kyrru kvöldi er fallegt í eynni
 3
 
  
 sem dvelur e-s staðar
 dæmi: hún ákvað að fara ekki burt en vera kyrr í borginni
 halda kyrru fyrir <í tvo daga>
 
 dæmi: ferðafólkið hélt kyrru fyrir í tjaldinu meðan stormurinn gekk yfir
 vera um kyrrt <í sveitinni>
  
orðasambönd:
 kyrra vika
 
 dymbilvika, vikan sem hefst á pálmasunnudag og endar laugardegi fyrir páska
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík