Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

kvikna so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 koma upp (um eld, ljós)
 dæmi: eldur kviknaði í gömlum blöðum
 dæmi: ljósin kviknuðu í gluggunum
 það kviknar á <eldspýtunni>
 það kviknar í <flugvélinni>
 
 dæmi: það kviknaði í húsinu út frá sígarettustubb
 2
 
 verða til, koma upp
 dæmi: enginn veit hvernig líf kviknaði á jörðinni
 dæmi: vonir hafa kviknað um að finna fólk á lífi
 
_____________________
Úr málfarsbankanum:

Kennimyndir: kvikna, kviknaði, kviknað. Ekki: „kveikna, kveiknaði, kveiknað“.
_________________________________
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík