Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

kveða so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 yrkja, semja (vísu, kvæði)
 dæmi: hún kvað ljóð í veislunni
 kveða rímur
 
 syngja rímur á sérstakan hátt
 2
 
 segja (e-ð)
 dæmi: hann kvað þetta vera rétt
 dæmi: þeir kváðu samningana vera ólöglega
 kveða svo að orði
 
 orða það svo
 3
 
 kveða + að
 
 láta <mikið> að sér kveða
 
 vera atkvæðamikill, virkur, áberandi
 dæmi: hún lætur mikið að sér kveða í félagslífi skólans
 það kveður <lítið> að <honum>
 
 dæmi: það kveður lítið að henni á fundum
 4
 
 kveða + á
 
 <lögin> kveða á um <þetta>
 
 lögin mæla fyrir um þetta, þetta stendur í lögunum
 það er kveðið á um <þetta> <í skólareglum>
 5
 
 kveða + niður
 
 stöðva (e-ð)
 dæmi: hún reyndi að kveða niður slúðursögurnar um sig
 kveða niður draug
 
 losa sig við draug
 6
 
 kveða + upp
 
 kveða upp dóm
 
 dæma
 dæmi: rétturinn hefur kveðið upp dóm í málinu
 7
 
 kveða + upp úr
 
 kveða upp úr með <þetta>
 
 úrskurða um þetta
 dæmi: læknirinn kvað upp úr með að maðurinn væri látinn
 8
 
 kveða + við
 
 það kveður við annan tón hjá <honum>
 
 hann talar öðruvísi, segir annað núna
 dæmi: allt í einu kveður við annan tón hjá ráðherranum
 það kveður við <þruma>
 
 það heyrist í þrumu
 kveðast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík