Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

kunna so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 þekkja, vita (e-ð), vita hvernig á að gera (e-ð)
 dæmi: hún kann enga þýsku
 dæmi: hann kann að leggja parket
 dæmi: ég kunni þetta kvæði einu sinni utanað
 kunna ekki að skammast sín
 
 dæmi: hann sveik fjölskyldu sína en kunni ekki að skammast sín
 kunna lagið á <þessu>
 
 vera laginn við þetta
 dæmi: hann kann lagið á hestum
 kunna sér (ekki) hóf
 
 sýna (ekki) hófsemi
 kunna sér ekki læti
 
 vera ofsakátur
 dæmi: hundurinn kunni sér ekki læti þegar hún kom heim
 2
 
 táknar möguleika: geta, mega
 dæmi: þetta kann að vera rétt hjá þér
 dæmi: munirnir kunna að vera glataðir
 dæmi: viðbrögð hans kunna að virðast undarleg
 3
 
 fallstjórn: þágufall
 kunna <þessu> <vel>
 
 líka þetta vel
 dæmi: hann kunni því illa hvernig hún talaði um vin hans
 4
 
 kunna sig
 
 hegða sér rétt
 dæmi: hann kann sig ekki í fínum boðum
 5
 
 kunna + á
 
 kunna á <kaffivélina>
 
 vita hvernig á að nota hana
 dæmi: hún kann svolítið á fiðlu
 6
 
 kunna + fyrir
 
 kunna <ýmislegt> fyrir sér
 
 vita ýmislegt (um e-ð)
 dæmi: hann kunni dálítið fyrir sér í göldrum
 7
 
 kunna + til
 
 kunna <vel> til verka
 
 vita vel hvernig á að vinna verkið
 dæmi: sjómennirnir kunnu vel til verka á skipinu
 8
 
 kunna + við
 
 kunna við <hana>
 
 líka við hana
 dæmi: hún kann ágætlega við kennarann
 dæmi: ég kann ekki við hvernig hann horfir á mig
 kunna við sig <þar>
 
 líka vel að vera þar
 dæmi: hann kann vel við sig í skólanum
 kunnandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík