Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

krókur no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 boginn járnteinn sem krækt er í e-ð
 [mynd]
 dæmi: luktin hékk úr krók í loftinu
 2
 
 hlykkur, lykkja á leið
 dæmi: vegurinn lá í endalausum krókum
 taka á sig krók
 
 fara ekki beina leið, fara e-ð annað í leiðinni
 3
 
 horn, kimi, skot
 dæmi: þau fundu afvikinn krók á kránni
 <leita> í hverjum krók og kima
  
orðasambönd:
 láta koma krók á móti bragði
 
 leika á einhvern, gjalda í sömu mynt
 maka/mata krókinn
 
 hagnast (á e-u)
 dæmi: þessi kaupmaður kann aldeilis að maka krókinn
 <skoða pakkann> í krók og kring
 
 skoða hann vandlega, allstaðar
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík