Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

kraftur no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 afl, styrkur, orka
 dæmi: líkamlegir kraftar
 dæmi: mikill kraftur býr í fossinum
 dæmi: málverkið er þrungið dramatískum krafti
 2
 
 atorka, lífsorka, þrek
 dæmi: hreina loftið fyllti hana krafti
 dæmi: það er kraftur í börnunum
 dæmi: höfundurinn skrifar enn af krafti
 dæmi: kraftar hans eru að þverra
 3
 
 í fleirtölu
 náttúruöfl
 dæmi: gríðarlegir kraftar hafa mótað landið
 4
 
 e-ð kjarngott, bragðstyrkur, kjarni
 dæmi: krafturinn úr kjötinu fer í sósuna
 5
 
 eðlisfræði
 áhrif sem verka á hlut t.d. þannig að hraði hans breytist (mælieining Newton (N))
  
orðasambönd:
 safna kröftum
 
 fá meiri orku með tímanum
 helga <leiklistinni> krafta sína
 
 vinna í þágu leiklistarinnar
 <stunda námið> af fullum krafti
 
 leggja sig allan fram við námið
 <toga í bandið> af öllum kröftum
 
 toga í bandið af öllu afli
 <hrópa> af öllum lífs og sálar kröftum
 
 hrópa eins hátt og maður getur
 <hafa áhrif> í krafti <auðæfa sinna>
 
 hafa áhrif með hjálp þeirra peninga sem viðkomandi á
 <þeir> sameina kraftana/krafta sína
 
 þeir vinna saman
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík