Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

kostur no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 góður eiginleiki
 dæmi: starfið hefur bæði kosti og galla
 kosturinn við <staðinn>
 
 dæmi: helsti kosturinn við sveitina er hreina loftið
 2
 
 möguleiki, val
 eiga ekki annarra kosta völ en að <taka lán>
 
 hafa ekki um neitt að velja annað en að taka lán
 eiga kost á <ódýru flugfari>
 eiga þess kost að <fara til Marokkó>
 gefa <honum> kost á <þessu>
 
 bjóða honum þetta
 gefa kost á sér
 
 samþykkja að bjóða sig fram
 setja <honum> kosti
 
 setja honum skilyrði
 sjá ekki annan kost en að <selja húsið>
 
 sjá ekki aðra leið en að selja húsið
 sjá sér þann kost vænstan að <grafa sig í fönn>
 
 þykja besta úrræðið að grafa sig í snjó
 <honum> er nauðugur einn kostur að <skrifa undir samninginn>
 
 hann neyðist til að skrifa undir samninginn
 <þú verður að greiða sekt> að öðrum kosti
 
 hinn möguleikinn er að þú greiðir sekt
 <það þarf að flýta verkinu> eins og kostur er
 
 það þarf að flýta verkinu eins og mögulegt er
 <mér> gefst kostur á að <fara til Spánar>
 
 mér stendur til boða að fara til Spánar
 3
 
 gamaldags
 matur
 4
 
 viðliður samsetninga sem tákna samansafn hluta
 dæmi: bílakostur fyrirtækisins
 dæmi: verkfærakostur heimilisins
  
orðasambönd:
 að minnsta kosti
 
 að minnsta kosti
 búa við þröngan kost
 
 búa við lítil efni
 fara á kostum
 
 takast vel upp, t.d. í að vera skemmtilegur
 með kostum og kynjum
 
 með miklum myndarbrag
 dæmi: þau tóku á móti gestunum með kostum og kynjum
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík