Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

af fs
 
framburður
 fallstjórn: þágufall
 1
 
 um stefnu eða hreyfingu frá e-m stað/í áttina frá e-u
 dæmi: hann datt af hjólinu
 dæmi: við komum seint heim af ballinu
 dæmi: það er fallegt útsýni af fjallinu
 dæmi: hrifsa bókina af henni
 2
 
 um efni eða innihald
 dæmi: fylla pottinn af vatni
 dæmi: haugur af rusli
 3
 
 um hluta af e-u
 dæmi: biti af brauðinu
 dæmi: helmingurinn af tekjunum
 4
 
 um ástæðu, orsök eða tilefni
 dæmi: tryllast af skelfingu
 dæmi: smitast af kvefi
 dæmi: ljóma af gleði
 5
 
 um einkenni e-s
 dæmi: stjórna fyrirtækinu af röggsemi
 dæmi: koma fram við hana af nærgætni
 6
 
 (með sögn í þolmynd) með vísun til geranda
 dæmi: ákvörðunin var gagnrýnd af mörgum flokksmönnum
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík