Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

klippa so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 skera (e-ð) sundur með skærum
 dæmi: ég klippti blaðið í tvennt
 dæmi: hún klippti bút úr efninu
 klippa á <borðann>
 2
 
 skera hár (e-s)
 dæmi: hann klippir og rakar viðskiptavini sína
 láta klippa sig
 3
 
 skera út og skeyta saman filmubúta við gerð kvikmyndar o.þ.h.
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík