Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

klessa so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 keyra (bíl) þannig að sýnileg skemmd hljótist af
 dæmi: ég klessti bílinn í gær
 dæmi: hann ók fullur og klessti á ljósastaur
 2
 
 klessa <málningu> á <vegginn>
 
 fallstjórn: þágufall
 klína málningu á vegginn
 dæmi: hún klessir lit á striga og kallar það listaverk
 3
 
 klessa <andlitinu> <að rúðunni>
 
 setja andlitið fast upp að rúðunni
 dæmi: hann klessti sér fast upp að henni í sófanum
 4
 
 (um penna) láta frá sér of mikið blek á pappír
 dæmi: penninn minn klessir, ég þarf að fá annan
 klessast
 klesstur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík