Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

kjaftur no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 (dýrskjaftur)
 munnur ýmissa dýra
 dæmi: kötturinn var með mús í kjaftinum
 2
 
 gróft
 munnur
  
orðasambönd:
 fá á kjaftinn
 
 fá kjaftshögg
 gefa <honum> á kjaftinn
 
 slá hann í andlitið
 halda kjafti
 
 segja ekki neitt, þegja
 opna kjaftinn
 
 segja skoðun sína
 rífa kjaft
 
 brúka munn
 vera með kjaft
 
 vera með dónaskap í orðum
 það er kjaftur á <honum>
 
 hann tekur stórt upp í sig
 það var ekki kjaftur <á æfingunni>
 
 ekki einn maður
 þenja kjaft
 
 vera stóryrtur, ybba sig
 <verjast> með kjafti og klóm
 
 verjast hatrammlega, verjast af alefli
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík