Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

kjafta so info
 
framburður
 beyging
 tala mikið
 dæmi: hann getur kjaftað endalaust um fótbolta
 dæmi: við sátum í eldhúsinu og kjöftuðum saman
 kjafta frá (leyndarmálinu)
 
 segja frá leyndarmáli, ljóstra upp leyndarmáli
 dæmi: hún vildi halda trúlofun þeirra leyndri en hann kjaftaði frá
 kjafta <hneykslinu> í <hana>
 
 segja henni frá því
 dæmi: gættu þín hvað þú segir, hann kjaftar öllu í yfirmanninn
 kjafta sig út úr <vandræðunum>
 
 útskýra með orðum og bæta fyrir hugsanlegan skaða
 dæmi: ég gerði slæm mistök en mér tókst að kjafta mig út úr því
 það kjaftar á <honum> hver tuska
 
 hann talar mjög mikið, er mjög málgefinn
 dæmi: hún var kát í veislunni, það kjaftaði á henni hver tuska
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík