Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

kippa so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þágufall
 1
 
 hreyfa (e-ð) snögglega, gera snögga handarhreyfingu
 dæmi: ég kippi handklæðinu af snaganum
 dæmi: hún kippir í bandið
 dæmi: hann kippti að sér hendinni
 dæmi: hún kippti símanum úr sambandi
 2
 
 kippa sér ekki upp við <þetta>
 
 láta þetta ekki á sig fá, fara ekki úr jafnvægi við þetta, hafa ekki angur eða ama af þessu
 dæmi: við kippum okkur ekki upp við það þótt rafmagnið fari
 3
 
 kippa <þessu> í lag/liðinn
 
 koma þessu í lag, laga þetta
 dæmi: þú verður að kippa textanum í lag fyrir hádegi
 4
 
 kippa fótunum undan <þessu>
 
 skemma grundvöll þess, koma því í vandræði
 dæmi: ætla stjórnvöld að kippa fótunum undan atvinnulífinu?
 kippast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík