Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

kapp no hk
 
framburður
 beyging
 mikill ákafi
 það er kapp í <honum>
 <æfa íþróttir> af kappi
  
orðasambönd:
 etja kappi við <hana; meistarann>
 
 keppa við ...
 kosta kapps um að <vanda vöruna>
 
 reyna af fremsta megni að ...
 leggja kapp á að <upplýsa málið>
 
 leggja áherslu á að ...
 <þeir> etja kappi
 
 keppnin stendur á milli þeirra
 <honum> hleypur kapp í kinn
 
 hann fyllist ákefð
 <sækja málið> meira af/með kappi en forsjá
 
 ... frekar af ákafa en skynsemi
 <fundarmenn> tala hver í kapp við annan
 
 ... tala hver upp í annan
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík