Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

kallast so info
 
framburður
 beyging
 form: miðmynd
 1
 
 vera nefndur, kallaður (e-ð)
 dæmi: þessi steinn kallast tígrisauga
 dæmi: svona slöngur kallast anakondur
 2
 
 vera álitinn (e-ð)
 dæmi: þetta geta ekki kallast mannasiðir
 dæmi: á þetta að kallast lýðræði?
 mega kallast heppinn
 
 hafa verið heppinn
 dæmi: hún má kallast heppin að hafa sloppið ómeidd
 3
 
 kallast + á
 
 a
 
 kallast á
 
 kalla hvor til annars
 dæmi: þau kölluðust á milli herbergja
 b
 
 <gömul hús> kallast á við <nýbyggingar>
 
 gömul hús og ný eru á sama fleti, mynda vissa stemningu eða sjónarspil (ýmist í í samræmi eða ósamræmi); þessu tvennu er stillt upp saman
 kalla
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík