Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

kafli no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 aðgreindur efnisþáttur í bók, oftast tölusettur, bókarkafli
 dæmi: síðasti kafli bókarinnar var frábær
 2
 
 hluti af vegi eða leið
 dæmi: þessi kafli leiðarinnar er mjög brattur
 <vegurinn er ósléttur> á köflum
 3
 
 lítill eða stór hluti tímabils, tímaskeið
 dæmi: þetta var mikilvægur kafli í sögu landsins
 dæmi: það voru bjartir kaflar á milli skúranna
 <það er blindhríð> með köflum
 4
 
 reitur í köflóttu efni
 dæmi: kaflarnir í efninu eru rauðir og grænir
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík