Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

jörð no kvk
 
framburður
 beyging
 1
 
 plánetan sem við búum á
 [mynd]
 móðir jörð
 2
 
 undirlagið sem allt hvílir á, yfirborðið utandyra
 auð jörð
 <veðurrannsóknir> á jörðu niðri
 <fornleifarnar eru> niðri í/ofan í jörðinni
 <mig langar að> sökkva ofan í jörðina
 <falla> til jarðar
 3
 
 tiltekin landareign sem e-r á
 dæmi: í þessari sveit eru tvær jarðir
 4
 
 jarðvegur
 dæmi: við komum kartöflunum í jörð
  
orðasambönd:
 jafna <húsið> við jörðu
 
 brjóta það niður
 koma sér niður á jörðina
 
 verða aftur raunsær
 það er eins og jörðin hafi gleypt <hana>
 
 hún hvarf sporlaust
 <hugmyndin> fellur í grýtta jörð
 
 ... vekur ekki fögnuð, fær dræmar undirtektir
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík