Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

aðgangur no kk
 
framburður
 beyging
 orðhlutar: að-gangur
 1
 
 tækifæri/réttur til að nýta sér aðstöðu, gögn eða önnur gæði
 dæmi: til leigu er herbergi með aðgangi að eldhúsi og baði
 dæmi: allir þurfa að eiga greiðan aðgang að læknisþjónustu
 veita <honum> aðgang að <upplýsingunum>
 meina <henni> aðgang að <húsinu>
 2
 
 leyfi til að komast inn á samkomu, sýningu o.þ.h.
 dæmi: aðgangur að sýningunni er ókeypis
 aðgangur bannaður
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík