Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

í fs
 
framburður
 fallstjórn: þolfall/þágufall
 1
 
 um hreyfingu eða stefnu inn í e-ð (með þolfalli) og dvöl inni í e-u (með þágufalli)
 a
 
 fallstjórn: þolfall
 dæmi: stinga lyklinum í vasann
 dæmi: settu vatn í pottinn
 b
 
 fallstjórn: þágufall
 dæmi: lykillinn er í vasanum
 dæmi: við syndum í sjónum
 2
 
 fallstjórn: þágufall
 um innri líkamshluta
 dæmi: hjartað í mér
 dæmi: tennurnar í honum eru skemmdar
 3
 
 fallstjórn: þágufall
 um tíma/tímaskeið
 dæmi: hún bjó við erfiðar aðstæður í æsku
 dæmi: þau njóta góðrar umönnunar í ellinni
 4
 
 fallstjórn: þolfall
 um tímalengd
 dæmi: hún var í burtu í heilan mánuð
 dæmi: við gistum á hóteli í þrjár nætur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík