Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

inn undir fs
 
framburður
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 inn (á við) og undir (e-ð)
 dæmi: barnið skreið inn undir rúmið
 2
 
 fallstjórn: þágufall
 undir (og í hvarfi)
 dæmi: kötturinn hafði hreiðrað um sig inn undir rúminu
 3
 
 fallstjórn: þolfall
 inn í landið og (næstum) að
 dæmi: við gengum inn undir dalbotninn
 4
 
 fallstjórn: þágufall
 inni í landinu og nálægt/upp við
 dæmi: efsti bærinn stóð alveg inn undir heiðinni
  
orðasambönd:
 vera inn undir hjá <honum>
 
 njóta velvildar/hylli hans (umfram aðra)
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík