Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

innan um fs
 
framburður
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 saman við, í bland við
 dæmi: ég fann nokkra eigulega hluti innan um allt draslið
 hvað innan um annað
 
 í einni bendu, í graut
 dæmi: það verður erfitt að flokka skjölin því þarna er hvað innan um annað
 innan um sig
 
 í maganum
 dæmi: hún fann fyrir óþægindum innan um sig
 2
 
 í hópi með
 dæmi: hann var ósköp feiminn innan um allt þetta fína fólk
 3
 
 sem atviksorð
 meðal annarra hluta, meðal stærri heildar
 dæmi: flestar sögurnar eru lítið spennandi en það eru ágætar sögur innan um
 innan um og saman við
 
 dæmi: það eru nýtilegir hlutir hér innan um og saman við
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík