Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

illur lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
 slæmur, vondur
 dæmi: hún sendi honum illt augnaráð
 hafa illan bifur á <honum>
 líta <hana> illu auga
 2
 
 erfiður
 vera illur viðureignar
 <stígurinn> er illur yfirferðar
 3
 
 reiður
 vera illur í skapi
 vera illur út í <hana>
 4
 
 erfiður viðureignar, illskeyttur, illvígur
 5
 
 í hvorugkyni
 haldinn vanlíðan
 <mér> er illt í <höfðinu>
 
 ég er með höfuðverk
 <henni> verður illt af <kaffi>
 
 kaffi veldur vanlíðan hjá henni
  
orðasambönd:
 koma illu til leiðar
 
 koma af stað leiðindum
 nú er illt í efni
 
 ástandið er alvarlegt
 <lyfið> gerir illt verra
 
 lyfið hefur mjög slæm áhrif
 <ég týndi lyklunum> illu heilli
 
 ég týndi lyklunum, því er nú ver og miður
 <þeir slógust> í illu
 
 þeir slógust í alvöru en ekki til gamans
 <komast heim> við illan leik
 
 komast með erfiðismunum heim
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík