Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hönd no kvk
 
framburður
 beyging
 1
 
 líkamshlutinn í framhaldi af handlegg, framan við úlnlið
 rétta <honum> höndina
 taka í höndina á <henni>
 <þau> takast í hendur
 <þau> haldast í hendur
 2
 
 handleggur, armur
 rétta upp hönd/höndina
 baða út höndunum
 3
 
 rithönd, handskrift
 <hann> hefur fallega hönd
 4
 
 hlið, síða
 dæmi: til hægri handar mátti sjá gamlan hlaðinn vegg
 dæmi: eldhúsið er á vinstri hönd þegar komið er inn
  
orðasambönd:
 bera hönd fyrir höfuð sér
 
 verja sig
 bera <hana> á höndum sér
 
 dekra við hana, sýna henni sérstakt dálæti
 binda hendur <hans>
 
 setja honum skorður, takmörk
 dæmi: samningurinn bindur hendur stjórnvalda
 búa <verkefnið> í hendurnar á <honum>
 
 undirbúa verkefnið áður en hann fær það
 eiga hendur sínar að verja
 
 þurfa að verja sig
 eiga <langa ferð> fyrir höndum
 
 leggja upp í langa ferð, eiga eftir að ferðast um langan veg
 ég sé í hendi mér að <áætlunin stenst ekki>
 
 mér er það ljóst að áætlunin stenst ekki
 fá <lítið> í aðra hönd
 
 fá lítinn hagnað
 fá <gögnin> í hendur
 
 fá gögnin afhent
 fá <honum> <bréfið> í hendur
 
 afhenda honum bréfið
 fórna höndum
 
 halda út höndunum með lófana upp til merkis um undrun eða uppgjöf
 geta ekki/hvorki hreyft hönd né fót
 
 vera alveg fastur
 glopra <tækifærinu> út úr höndunum á sér
 
 verða af tækifærinu á klaufalegan hátt
 grípa fram fyrir hendurnar á <honum>
 
 taka af honum ráðin
 hafa alla þræði í hendi sér
 
 hafa fulla stjórn á aðstæðum
 hafa frjálsar hendur
 
 mega ráða hvernig hlutirnir eru gerðir
 hafa hendur í hári <þjófanna>
 
 ná þjófunum, góma þjófana
 hafa hraðar hendur
 
 flýta sér, vera fljótur að e-u
 hafa hönd í bagga með <honum>
 
 aðstoða hann
 hafa ráð <hans> í hendi sér
 
 geta ráðið örlögum hans
 hafa <lítið> á milli handa / handanna
 
 hafa litla peninga til ráðstöfunar
 hafa <eftirlit> með höndum
 
 sjá um eftirlit
 hafa <skjalið> undir höndum
 
 hafa skjalið í sinni vörslu
 hafa <blað og blýant> við höndina
 
 hafa blað og blýant nálægt sér
 hefjast handa
 
 byrja
 hlaupa upp til handa og fóta
 
 rjúka í að gera eitthvað
 kasta höndunum til <verksins>
 
 vinna verkið illa
 láta hendur skipta
 
 slást
 láta hendur standa fram úr ermum
 
 sýna dugnað
 láta <eignina> af hendi
 
 afhenda eignina
 láta <eitthvað> af hendi rakna
 
 koma með sitt framlag
 leggja hendur á <hana>
 
 beita hana líkamlegu ofbeldi
 leggja hönd á plóginn
 
 vinna með öðrum að ákveðnu verkefni
 leysa <verkefnið> af hendi
 
 klára verkefnið
 reka <árásarmanninn> af höndum sér
 
 hrekja árásarmanninn á flótta
 rjúka upp til handa og fóta
 
 rjúka í að gera eitthvað
 segja <Frökkum> stríð á hendur
 
 lýsa yfir stríði við Frakkland
 sitja auðum höndum
 
 gera ekki neitt
 sjá í hendi sér að <hún muni hætta>
 
 vera viss um að hún muni hætta
 sjá sig um hönd
 
 skipta um skoðun
 taka fram fyrir hendurnar á <honum>
 
 taka ráðin af honum
 taka sér eitthvað fyrir hendur
 
 fara að gera eitthvað
 taka til hendi/hendinni
 
 sýna dugnað
 taka <hana> höndum
 
 handtaka hana
 taka <málið> í sínar hendur
 
 taka málið sjálfur að sér
 taka <bókina> ófrjálsri hendi
 
 stela bókinni
 taka <honum> tveim höndum
 
 fagna honum, bjóða hann velkominn
 takast <langt ferðalag> á hendur
 
 leggja upp í langt ferðalag
 vera hægri hönd <hans>
 
 vera hans nánasti aðstoðarmaður
 vera <honum> innan handar
 
 vera honum hjálplegur
 verja hendur sínar
 
 verja sig
 vopnin snúast í höndunum á <honum>
 
 það neikvæða sem hann hafði beint að öðrum hæfir hann sjálfan
 það er allt í hers höndum
 
 það ríkir mikil óreiða
 það er hver höndin upp á móti annarri
 
 það er mikil óeining
 það eru <tveir kostir> fyrir hendi
 
 það eru tveir möguleikar í stöðunni
 það gengur maður undir manns hönd
 
 allir leggjast á eitt, allir beita sér sameiginlega
 það leikur allt í höndunum á <honum>
 
 hann er mjög verklaginn
 þvo hendur sínar (af e-u)
 
 firra sig ábyrgð á e-u, telja sig ekki bera ábyrgð á e-u
 þykjast hafa himin höndum tekið
 
 hrósa happi
 <vanda> ber að höndum
 
 það koma upp erfiðleikar
 <stormurinn brast á> eins og hendi væri veifað
 
 stormurinn kom skyndilega
 <honum> fallast hendur
 
 hann missir kjarkinn
 <jólin> fara í hönd
 
 það líður að jólum, jólin nálgast
 <taka boðinu> fegins hendi
 
 taka með ánægju við boðinu
 <honum> ferst <verkið> <vel> úr hendi
 
 hann vinnur verkið vel
 <skrifa undir> fyrir hönd <félagsins>
 
 skrifa undir sem fulltrúi fyrir félagið
 <búið> gefur <lítið> í aðra hönd
 
 búið skilar ekki miklum tekjum
 <þetta tvennt> helst í hendur
 
 þetta tvennt fylgist að
 <jörðin> kemst í hendurnar á <honum>
 
 hann nær eignarhaldi á jörðinni
 <mennirnir> láta hendur skipta
 
 mennirnir slást
 <sinna náminu> með hangandi hendi
 
 stunda námið án þess að sýna mikinn áhuga
 <stjórna> með harðri hendi
 
 stjórna með miklum aga
 <hefja búskap> með tvær hendur tómar
 
 byrja að búa án þess að eiga neitt
 <þeir> taka höndum saman
 
 þeir sameina krafta sína
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík