Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

högg no hk
 
framburður
 beyging
 það að slá, berja
 dæmi: hann barði þrjú högg á útihurðina
 dæmi: hann fékk þungt högg á höfuðið
 koma höggi á <hana>
 
 valda henni tjóni
  
orðasambönd:
 eiga í höggi við <erfiðan andstæðing>
 
 fást við erfiðan andstæðing
 eiga undir högg að sækja
 
 eiga í erfiðleikum
 liggja vel við höggi
 
 gefa færi á sér
 slá tvær flugur í einu höggi
 
 hafa tvöfaldan ávinning af e-u
 það er skammt stórra högga á milli
 
 margir stórir atburðir verða með stuttu millibili
 það sér ekki högg á vatni
 
 það sést ekki neinn munur þótt af hafi verið tekið
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík