Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

höfuð no hk
 
framburður
 beyging
 efsti (fremsti) líkamshluti manna (og dýra)
 drúpa höfði
 hrista höfuðið
 <detta> á höfuðið
  
orðasambönd:
 bera höfuð og herðar yfir <önnur skáld>
 
 vera öðrum skáldum miklu fremri
 bera hönd fyrir höfuð sér
 
 verja sig
 berja höfðinu við steininn
 
 neita að horfast í augu við staðreyndir
 bíta höfuðið af skömminni
 
 ganga alltof langt
 eiga hvergi höfði sínu að að halla
 
 eiga hvergi skjól
 eiga <refsingu> yfir höfði sér
 
 eiga refsingu í vændum, geta búist við refsingu
 fara huldu höfði
 
 leynast, vera í felum
 fá þá flugu í höfuðið að <fara til Grænlands>
 
 fá þá hugmynd að fara til Grænlands
 ganga á milli bols og höfuðs á <andstæðingnum>
 
 ganga hart fram gegn honum; gera hann höfðinu styttri
 gera <henni> hátt undir höfði
 
 gera mikið fyrir <hana>, sýna henni virðingu
 dæmi: listasagan hefur gert sumum myndlistarmönnum hærra undir höfði en öðrum
 geta ekki/aldrei um frjálst höfuð strokið
 
 eiga aldrei frí, vera aldrei laus við skyldur
 hárin rísa á höfði <hans>
 
 það fer hrollur um hann (af ótta eða geðshræringu)
 hitta naglann á höfuðið
 
 greina kjarna málsins
 höfuð ættarinnar
 
 foringi fjölskyldunnar
 láta undir höfuð leggjast að <sækja um leyfi>
 
 vanrækja það að sækja um leyfi
 leggja fé til höfuðs <honum>
 
 heita verðlaunum fyrir að drepa einhvern
 safna glóðum elds að höfði sér
 
 baka sér vandræði
 stinga höfðinu í sandinn
 
 horfast ekki í augu við staðreyndir
 vaxa <honum> yfir höfuð
 
 verða stærri en hann
 það blaktir ekki hár á höfði
 
 það er blæjalogn
 <þeir> sitja aldrei á sátts höfði
 
 þeir geta aldrei haldið friðinn
 <starfið> vex <honum> yfir höfuð
 
 starfið er orðið of umfangsmikið fyrir hann
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík