Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hætta no kvk
 
framburður
 beyging
 eitthvað hættulegt, háski, voði, ógn
 eiga á hættu að <tapa öllum peningunum>
 stefna/stofna <öryggi manna> í hættu
 vera í hættu
 vera úr hættu
 það er hætta á ferðum
 það er hætta á því að <ísinn bresti>
 <góð hreyfing> dregur úr hættu á <offitu>
  
orðasambönd:
 bjóða hættunni heim
 
 kalla yfir sig óhapp, slys
 dæmi: lélegar raflagnir í húsum bjóða hættunni heim
 tefla á tvær hættur
 
 taka áhættu
 dæmi: hann ákvað að tefla ekki á tvær hættur og tók sjónvarpið úr sambandi
 það er ekki hundrað í hættunni
 
 það skiptir ekki miklu máli
 dæmi: það er ekki hundrað í hættunni þó ég missi af einum þætti
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík