Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hæll no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 aftasti og neðsti hluti fótar
 2
 
 sá hluti sokks sem lykur um hælinn
 3
 
 sólinn undir afturhluta skós
 dæmi: skór með háum eða lágum hælum
 4
 
 spýta eða málmstautur með sérstöku lagi, rekin t.d. í jörðina til að halda hlutum föstum
  
orðasambönd:
 hopa á hæli/hæl
 
 forða sér
 komast ekki þangað með tærnar sem <hún> hefur hælana
 
 vera langt frá því að vera jafningi hennar
 snúast á hæli
 
 snúa við, breyta um stefnu
 vera á hælunum á <honum>
 
 fylgja fast á eftir honum
 vera með allt á hælunum
 
 vera með allt í óreiðu
 vera undir hælnum á <honum>
 
 vera honum undirgefinn
 það er undir hælinn lagt <hvort hún lætur sjá sig>
 
 það er erfitt um það að segja
 þar skall hurð nærri hælum
 
 það munaði litlu að illa færi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík