Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hæð no kvk
 
framburður
 beyging
 1
 
 það hversu hátt e-ð er
 dæmi: hann er meðalmaður á hæð
 dæmi: hæð borðsins er 80 cm
 dæmi: skógurinn vex upp í 1000 metra hæð yfir sjó
 dæmi: flugvélin flaug í 12 km hæð
 2
 
 afmörkuð upphækkun í landslagi
 3
 
 gólfflötur í húsi eða byggingu
 dæmi: húsið er tvær hæðir og ris
 dæmi: fjögurra hæða hús
 dæmi: tveggja hæða strætó
 4
 
 veðurfræði
 svæði í andrúmsloftinu þar sem loftþrýstingur er hærri en annars staðar umhverfis, háþrýstisvæði
 dæmi: hæðin yfir Grænlandi nálgast hratt
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík