Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hyggja so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 hyggja að <þessu>
 
 athuga þetta, hafa þetta í huga
 dæmi: kennararnir eru farnir að hyggja að námsefni fyrir veturinn
 dæmi: ég fór út og hugði að kálplöntunum
 2
 
 hyggja á <svik>
 
 ætla sér að fremja svik
 dæmi: þeir óttast að hann hyggi á hefnd
 3
 
 hátíðlegt
 álíta, telja (e-ð)
 dæmi: ég hygg að betra sé að bíða
 4
 
 hugsa
 dæmi: hún hugði hann vera sofandi
 eftir á að hyggja
 
 séu málin skoðuð eftir á
 dæmi: eftir á að hyggja hefði verið betra að gera þetta öðruvísi
 hyggjast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík