Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

1 gull no hk
 
framburður
 beyging
 1
 
 gulur, verðmætur málmur, frumefnið Au
 [mynd]
 skíra gull
 
 dæmi: armbandið er úr skíra gulli
 2
 
 gullverðlaun (í íþróttum)
 dæmi: Jón hreppti gullið í hástökki
  
orðasambönd:
 bera af <öðrum> eins og gull af eiri
 
 hafa mikla yfirburði yfir hann
 bjóða <honum> gull og græna skóga
 
 heita honum góðum launum
 gullið mitt!
 
 augasteinninn minn
 liggja á <fjármunum> eins og ormur á gulli
 
 gæta þeirra mjög vel
 lofa <honum> gulli og grænum skógum
 
 heita honum góðum launum
 vera gull af manni
 
 vera mjög góður maður
 <búðin> malar gull
 
 hún gefur vel af sér
 dæmi: fyrirtækið á eftir að mala gull á þessari nýjung
 <góð menntun> er gulli betri
 
 ... er meira virði en peningar
 <upplýsingarnar> eru gulls ígildi
 
 þær eru mikils virði
 <hún> er þyngdar sinnar virði í gulli
 
 hún er mjög dýrmæt eða mikilvæg
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík