Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hvass lo info
 
framburður
 beyging
 1
 
 (vindur)
 hraður
 dæmi: báturinn fékk hvassan mótvind á leiðinni
 það er hvasst <í dag>
 2
 
 (hnífsegg, oddur, grjót)
 sem sker vel, beittur, skarpur
 dæmi: kettir eru með hvassar vígtennur
 dæmi: hvöss klettabrún
 dæmi: hvasst eggjagrjót
 3
 
 (sjón)
 skarpur
 4
 
 (augu; rödd)
 sem vægir ekki, harður
 dæmi: hún horfði á mig hvössum augum
 5
 
  
 (orð, gagnrýni)
 sem vægir ekki, harður
 dæmi: hann er hvass gagnrýnandi
 dæmi: hún var hvöss í máli þegar hún skammaði barnið
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík