Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hvaða fn
 
framburður
 spurnarfornafn
 óbeygjanlegt
 1
 
 hliðstætt
 í upphafi beinnar spurningar, þegar spurt er um einhvern eða eitthvað af tiltekinni tegund eða gerð
 dæmi: hvaða myndir hefurðu séð nýlega?
 dæmi: í hvaða skáp geymir þú diskana?
 dæmi: hvaða Jón?
 2
 
 hliðstætt
 í upphafi spurnaraukasetningar: einhver eða eitthvað af tiltekinni tegund eða gerð
 dæmi: þau spurðu aldrei hvaða fólk þetta væri
 dæmi: ég vissi ekki hvaða bók þig langaði mest í
 dæmi: það er ekki ljóst hvaða aðferðir eru heppilegastar
 3
 
 hliðstætt
 hver einasti <atburður, hlutur>
 dæmi: þú getur notað þennan svarta kjól við hvaða tækifæri sem er
 dæmi: svona ósamkomulag getur komið upp í hvaða hópi sem er
 hvaða <atburður> sem er
 4
 
 (í upphrópunum) hvílíkur, en sá
 dæmi: hvaða óskapleg læti eru þetta í ykkur, krakkar!
 dæmi: hvaða vitleysa! ég sagði það alls ekki
 dæmi: hvaða, hvaða! ertu strax komin?
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík