Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hún fn
 
framburður
 beyging
 persónufornafn
 form: kvenkyn
 1
 
 (3. persóna eintala) kona (eða kvenkyns vera, t.d. stelpa eða tík) sem rætt er um eða vísað til
 dæmi: hún heitir Kristín
 dæmi: heyrirðu hvernig hún malar þegar ég klóra henni bakvið eyrun
 dæmi: hún sagði að við mættum baka hennar vegna
 2
 
 3. persóna; vísar til nafnorðs (eða nafnliðar) í kvenkyni eintölu
 dæmi: löggan kom og hún yfirheyrði alla viðstadda
 dæmi: tölvan mín bilaði og núna er verið að gera við hana
 dæmi: hugmyndin er góð en hún er erfið í framkvæmd
 3
 
 e.k. ákvæðisorð á undan kvenmannsnafni eða skyldleikaorði (t.d. systir, mamma) sem táknar kunnugleika eða tengsl
 dæmi: hefurðu nokkuð séð hana Hafdísi í dag?
 dæmi: hún litla systir mín átti afmæli í gær
 dæmi: þau ætla að koma með mér til hennar Hönnu
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík