Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hrinda so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þágufall
 1
 
 ýta e-m/e-u (svo að hann/það detti)
 dæmi: ég hrinti borðinu um koll
 dæmi: hann reyndi að hrinda henni niður stigann
 dæmi: hún hrinti honum frá sér
 dæmi: hann reiddist og hratt henni frá sér
 2
 
 hrinda hurðinni upp
 
 opna hana harkalega
 dæmi: allt í einu var útihurðinni hrundið upp
 dæmi: hann hratt upp hurðinni og gekk inn
 3
 
 ýta báti út í sjó
 dæmi: þeir hrintu bátnum á flot
 4
 
 koma (e-u) í framkvæmd, af stað
 hrinda <umræðunni> af stað
 
 dæmi: lögreglan hefur hrint af stað átaki gegn ölvunarakstri
 hrinda <hugmyndinni> í framkvæmd
 
 dæmi: verkinu verður hrint í framkvæmd í næsta mánuði
 5
 
 beina (e-u) burt
 dæmi: regnjakkinn hrindir frá sér vatni
 6
 
 hrinda <árásinni>
 
 stöðva árásina (með mótaðgerðum)
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík