Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

horfa so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 beina augum og athygli (eitthvert)
 dæmi: við horfðum á börnin leika sér
 dæmi: hann er að horfa á sjónvarpið
 dæmi: hún horfði út um gluggann
 dæmi: ég horfi í kringum mig
 horfa um öxl
 
 líta til baka
 2
 
 líta (e-n veginn) út, hafa vissar horfur
 dæmi: það horfir vel með afla nú í haust
 3
 
 horfa + í
 
 horfa í <kostnaðinn>
 
 taka mið af kostnaðinum, skoða kostnaðinn vandlega
 4
 
 horfa + upp á
 
 horfa upp á <sóðaskapinn>
 
 vera vitni að sóðaskapnum
 dæmi: ég þoli ekki að horfa upp á hana fara svona illa með sig
 5
 
 horfa + við
 
 <málið> horfir <þannig> við <mér>
 
 málið lítur svona út frá mínum sjónarhóli
 dæmi: málið horfir þannig við mér að við verðum að gera samning
 <þetta> horfir öðruvísi við
 
 þetta er öðruvísi, það gegnir öðru máli um þetta
 ef <mér> býður svo við að horfa
 
 ef mér sýnist, ef mér þóknast það
 dæmi: hann hélt veislur hvenær sem honum bauð svo við að horfa
 horfast
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík