Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hnýta so info
 
framburður
 beyging
 fallstjórn: þolfall
 1
 
 búa til hnút, vefja (bandi) til að festa það
 dæmi: hún hnýtir fallega slaufu á borðann
 dæmi: ég hnýtti saman tvo snærisbúta
 dæmi: hann hnýtti á sig bindið
 2
 
 búa til teppi eða mottu
 dæmi: hann hnýtir teppi í frístundum sínum
 3
 
 hnýta í <hana>
 
 vera með ónot eða skammir við hana
 hnýttur
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík