Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hnútur no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 lykkja eða bragð á bandi sem myndar oft hnúsk
 [mynd]
 hnýta hnút
 leysa hnútinn
 2
 
 skreyting með flóknu línumynstri (t.d. frá keltum og víkingum)
 [mynd]
 3
 
 lítil kúla eða hnúskur á líkamanum
 4
 
 kúla eða hnúskur á plöntustöngli eða trjástofni
 5
 
 mælieining á hraða skips og vinds, = 1 sjómíla eða 1,852 kílómetrar á klukkustund.
  
orðasambönd:
 búa <vel> um hnútana
 
 sýna fyrirhyggju í verki
 höggva á hnútinn
 
 losa um erfiða stöðu með ákvörðun
 vera öllum hnútum kunnugur
 
 þekkja vel til (þar)
 <deilan> er í hnút
 
 deilan er í illleysanlegu ástandi
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík