Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hlutur no kk
 
framburður
 beyging
 1
 
 áþreifanlegt stykki, gripur
 dæmi: þrír hlutir úr silfri
 2
 
 þáttur eða hlutverk í sameign eða einhverju sameiginlegu
 dæmi: hlutur skólans í uppeldi barna er stór
 eiga hlut að <deilunni>
 eiga hlut í <fyrirtækinu>
  
orðasambönd:
 bera skarðan hlut frá borði
 
 fá minna en manni ber
 bíða lægri hlut
 
 tapa
 eiga hlut að máli
 
 vera aðili að málinu
 eiga í hlut
 
 vera aðili að máli
 fá <drjúgan hluta arfsins> í sinn hlut
 
 fá dágóðan hluta arfsins til sín
 gera á hlut <hans>
 
 gera honum eitthvað illt
 hlutur <hans> er fyrir borð borinn
 
 hans hagsmuna er ekki gætt
 láta ekki/hvergi sinn hlut
 
 gefa ekki/hvergi eftir
 láta <þetta> liggja á milli hluta
 
 taka ekki afstöðu til þess
 rétta hlut sinn
 
 bæta stöðu sína
 taka <þessu ónæði> eins og sjálfsögðum hlut
 
 taka trufluninni vel, láta hana ekki hafa áhrif á sig
 una <illa> við sinn hlut
 
 eiga erfitt með að sætta sig við hlutskipti sitt
 það liggur í hlutarins eðli að <það er kaldara uppi á fjöllum>
 
 það segir sig sjálft að það er kaldara uppi á fjöllum
 það þýðir ekki að sakast um orðinn hlut
 
 það þýðir ekki að hugsa um það sem er liðið
 þetta er orðinn hlutur
 
 það er búið og gert
 þetta er sjálfsagður hlutur
 
 það er alveg eðlilegt
 <standa þarna> eins og illa gerður hlutur
 
 standa þarna og vera mjög vandræðalegur
 <þarna var> ekki nokkur skapaður hlutur
 
 þarna var alls ekki neitt
 <þetta verk> kemur í hlut <hans>
 
 honum er ætlað að sinna verkinu
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík