Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hljóð no hk
 
framburður
 beyging
 hljóðbylgjur sem eyrað nemur, það sem heyrist
 hljóðið frá <fossinum>
 hljóðið í <bílnum>
 ganga á hljóðið
 gefa frá sér hljóð
 koma ekki upp hljóði
 reka upp hljóð
 
 reka upp óp, veina
  
orðasambönd:
 biðja/kveðja sér hljóðs
 
 biðja um þögn (til að fá að tala)
 fá hljóð
 
 fá athygli, fá þögn til að geta tekið til máls
 hafa hljóð
 
 þegja
 dæmi: hafið hljóð krakkar meðan ég útskýri þetta
 heyra í <honum> hljóðið
 
 heyra hvernig honum líst á
 vera með hljóðum
 
 kveina af sársauka
 það er dauft í <honum> hljóðið
 
 honum líst illa á, hann er daufur, svartsýnn
 það er komið annað hljóð í strokkinn
 
 það er öðruvísi talað nú, sagt annað en áður
 það heyrist hljóð úr horni
 
 einhver fer að kvarta eða mótmæla
 þegja þunnu hljóði
 
 steinþegja, segja ekki orð, en hlusta vel
 <stjórnin var endurkjörin> í einu hljóði
 
 stjórnin var endurkjörin með samhljóða atkvæðum, einróma
 <þau töluðu saman> í hálfum hljóðum
 
 þau töluðu mjög lágt saman
 <lýsa þessu yfir> í heyranda hljóði
 
 lýsa þessu að öðrum viðstöddum
 <bölva> í hljóði
 
 bölva þannig að það heyrist ekki
 <segja þetta> upp úr eins manns hljóði
 
 segja þetta upp úr ríkjandi þögn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík