Íslensk nútímamálsorðabók

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

hlaða so info
 
framburður
 beyging
 1
 
 fallstjórn: þolfall
 raða (e-u) í stafla, stafla (e-u)
 dæmi: þeir hlóðu vegg úr múrsteinum
 dæmi: hún hleður bálköst til að ylja sér
 hlaða <verkefnum> á <hana>
 hlaða <hana> lofi
 2
 
 fallstjórn: þolfall/þágufall
 setja varning, hlass (í bíl, farartæki)
 dæmi: hann hlóð bátinn með mat og vatni
 3
 
 fallstjórn: þolfall
 fylla rafhlöðu af rafmagni
 dæmi: það þarf að hlaða þennan farsíma
 4
 
 fallstjórn: þolfall
 setja skotfæri í byssu
 5
 
 tölvur
 fallstjórn: þágufall
 taka gögn inn í minni tölvu
 hlaða niður <tónlist>
 
 taka tónlist inn á tölvu
 dæmi: þau hlóðu niður tveimur bíómyndum
 hlaðast
 hlaðinn
loðin leit
texti
© Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Árnagarði við Suðurgötu, 101 Reykjavík